Hérna eru óróagröf frá jarðskjálftamælum sem ég er
með. Það er ekki hægt að sjá staðsetningar á þessum gröfum hjá
mér. Þær er hægt að sjá hjá Veðurstofu Íslands. Fjöldi
jarðskjálftamæla sveiflast hjá mér milli ára, þar sem ég get
ekki alltaf verið með jarðskjálftamæla í gangi allstaðar öll
árin. Árið 2022 hef ég ekki getað verið með neina
jarðskjálftamæla í gangi á Íslandi. Það getur verið talsverður
hávaði á þessum jarðskjálftamælum frá bílaumferð og öðrum
hlutum sem tengjast atvinnustarfsemi og siðmenningunni.
Um jarðskjálftamælana
Þetta er 4.5Hz mælar. Þeir eru góðir til
þess að mæla staðbundna jarðskjálfta en mjög stórir
jarðskjálftar sem ná stærðinni Mw7,0 eða stærri mælast einnig
með þessari gerð af jarðskjálftamælum. Ég mun í framtíðinni vonandi
vera með nokkra Raspberry Shake. Ég veit ekki hvenær
ég mun taka Raspberry Shake í notkun hjá mér.
Ef þú vilt fylgjast með jarðskjálftum og ert nálægt
virkri eldstöð. Þá er best að kaupa jarðskjálftamæla
frá Raspberry Shake hérna í slíkar mælingar.
Tölvupóstur
Hægt er að hafa samband við mig í
tölvupóstfangið spurningar at eldstod.com með
spurningar.
Upplýsingar um jarðfræðiatburði á
Íslandi
Jarðfræði á
Íslandi
Önnur jarðskjálftamælanet
Tromlurit Veðurstofu
Íslands
Vefsíður um
jarðskjálfta í heiminum
Jarðskjálftar,
Veðurstofa Íslands
USGS
EMSC
Útskýring á jarðskjálftagrafinu.
Grænn
= Engin gögn hafa verið skráð.
Svartur = Gögn skráð. Hávaði mynda staka toppa.
Rauður = Jarðskjálfti hefur mælst. Hávaði myndar stundum staka
rauða toppa.
Appelsínugulur = Fjarlægur jarðskjálfti hefur mælst (Teleseismic
event).
Hvammstangi, Ísland

Lóðrétt rás (Z). Uppfært á 5
mín fresti.
Það getur verið mikill hávaði á þessari stöð frá umferð
fólks, vélum og öðrum hlutum.
Padborg, Danmörk
Lóðrétt rás (Z). Uppfært á 5 mín fresti.
Það getur verið mikill hávaði á þessari stöð frá umferð
fólks, vélum og öðrum hlutum.